Jón Atli Benediktsson
1.378.053 kr. á mánuði.
Verkfræðingurinn Jón Atli Benediktsson hefur verið rektor Háskóla Íslands síðan árið 2015 en fram að þeim tíma var hann einn afkastamesti fræðimaður landsins með meira en 300 fræðigreinar og bókarkafla að baki. Hann er ekki eini fræðimaðurinn á heimilinu því eins og margir vita þá er hann kvæntur hinum virta stjórnmálafræðingi Stefaníu Óskarsdóttur.
Vorið 2017 leit út fyrir að skorið yrði niður í rekstri Háskólans vegna fækkunar nemenda, sem er algengt í góðæri, og kom það fram í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jón Atli beitti sér hart gegn niðurskurðinum og uppskar í desember þegar ný ríkisstjórn veitti aukaframlag, um 800 milljónum, í fjárlagafrumvarpi.