Birgir Jakobsson
1.608.519 kr. á mánuði.
Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi áður en hann tók við embætti landlæknis árið 2015 og því starfi gegndi hann allt til 1. apríl síðastliðinn þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Birgir var ráðinn vegna mikillar fagþekkingar sem bæði læknir og stjórnandi í heilbrigðiskerfinu. Kom ráðningin nokkuð á óvart í ljósi þess að hann er sjötugur að aldri en yfirleitt eru ráðnir ungir og efnilegir flokksmenn til starfans.
Birgir hefur sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélags- og lýðheilsumálum. Til að mynda er hann á móti því að áfengi sé selt í matvörubúðum og þá lagðist hann gegn frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja.