Kristján Loftsson
4.723.000 kr. á mánuði.
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., lætur ekki að sér hæða. Eins og frægt er þá er hann afar umdeildur, ekki síst meðal erlendra aðgerðasinna, vegna hvalveiða. Á dögunum var greint frá því að fyrirtæki Kristjáns hefði ákveðið að hefja hvalveiðar á ný í sumar, eftir tveggja ára hlé. Það féll í grýttan jarðveg víða erlendis. Kristján hlær þó alla leið í bankann en í apríl seldi hann nær allan hlut sinn í HB Granda fyrir rúma 22 milljarða króna. Áhrif þeirrar sölu mun ekki gæta fyrr en í skattframtali næsta árs og því miklar líkur á að Kristján muni þar tróna í efsta sæti.