Steinþór Hróar Steinþórsson
1.813.000 kr. á mánuði.
Árið 2017 var einstaklega gott hjá Steinda. Sjónvarpsþættirnir Steypustöðin sem hann lék í og skrifaði, ásamt fleirum, sló í gegn á Stöð 2. Síðar á árinu vakti leikur hans í bíómyndinni Undir trénu mikla athygli. Þar sýndi hann á sér nýja og alvarlegri hlið, en hann hefur hingað til helst verið þekktur fyrir gamanleik. Steindi hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína og fékk Eddu-verðlaunin fyrir leik karla í aðalhlutverki. Verður það að teljast góður árangur fyrir nýgræðing í þessu formi leiklistar. Ásamt myndinni og þáttum var hann áfram einn þriggja þáttastjórnenda þáttarins FM957BLÖ síðdegis á FM757 á föstudögum ásamt Agli Einarssyni og Auðuni Blöndal.