Páley Borgþórsdóttir
1.286.134 kr. á mánuði
Sjaldan er lognmolla í kringum lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, Páleyju Borgþórsdóttur, en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki um fjölda kynferðisafbrota á Þjóðhátíð.
Árið 2017 var rólegt hjá Páleyju en 2018 byrjar með hvelli. Í apríl úrskurðaði Landsréttur að henni bæri að bera vitni í máli manns sem ákærður var fyrir heimilisofbeldi en hún var á bakvakt þegar handtaka átti sér stað. Sækjandi málsins hafði lagst gegn því að Páley bæri vitni.
Páley, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í kosningabaráttunni í maí og furðuðu margir sig á því að manneskja í hennar stöðu væri að beita sér með beinum hætti með greinaskrifum og símhringingum.