Agnes M. Sigurðardóttir
1.347.242 kr. á mánuði.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, stendur í ströngu eins og fyrri ár. Á liðnu ári var hún harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beðið kjararáð um laun í samræmi við forsætisráðherra og fengið. Fyrir utan 21% launahækkun fékk biskup 3,3 milljónir króna afturvirkt. Hún borgar svo tæpar 90 þúsund krónur í leigu á 487 fermetra biskupsbústað við Bergstaðastræti. Agnes svaraði gagnrýninni með því að segja að það væri ekki persónan Agnes heldur æðsti maður Þjóðkirkjunnar sem hefði hækkað í launum.