Sema Erla Serdar
259.935 kr. á mánuði.
Sema Erla Serdar er einhver ötulasta baráttukona fyrir mannréttindum og málefnum hælisleitenda sem til Íslands hafa komið í síauknum mæli undanfarin ár.
Í janúar árið 2017 hafði hún frumkvæði að stofnun SOLARIS, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk, sem viðbragð við þeirri neyð sem margir þeirra búa við.
Sema hefur tekið einstaka mál upp á sína arma, svo sem mál stúlknanna Haniye og Mary sem stóð til að senda úr landi ásamt fjölskyldum sínum. Boðað var til mótmæla á Austurvelli í september og þrýstingurinn olli því að mál þeirra voru endurskoðuð.