Herdís Dögg Fjeldsted
3.209.096 kr. á mánuði.
Í mars árið 2018 tók Herdís Dögg Fjeldsted sæti í stjórn Arion banka eftir að ríkið seldi sinn hlut. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands síðan árið 2014. Herdís, sem er lögfræðingur, á setu í mörgum fyrirtækjum að baki. Þar á meðal Icelandic, Promens, Invent Farma og Icelandair Group.
Herdís samdi vel þegar hún tók við störfum hjá Framtakssjóði og fékk aukagreiðslu upp á 20 milljónir króna greidda í júní síðastliðnum. Greiðslan var gerð til hvatningar og háð því að hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016.