fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Skúli strætóbílstjóri vekur mikla athygli

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætisvagnabílstjórinn Skúli Alexandersson hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir skrautlegt útlit sitt undir stýri og mynd af honum hefur meðal annars birst á Reddit. Það fer ekki fram hjá neinum að Skúli er dyggur stuðningsmaður íslenska knattspyrnulandsliðsins.

Skúli keyrir um á vagni skreyttum íslenska fánanum. Sjálfur er hann klæddur í íslenska treyju og buxur með Íslandsbótum, Íslandsfánabuff ber hann á höfði og er málaður í framan. Treflar, svitabönd, armbönd allt merkt eldgamla Ísafold.

Þessi múndering Skúla hefur vakið mikla kátínu hjá farþegum Strætó, bæði útlendingum og Íslendingum og hefur hann varla undan við að láta mynda sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka