Grímur Sæmundsen
10.776.416 kr. á mánuði.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur verið einn af tekjuhæstu Íslendingunum undanfarin ár enda uppgangurinn í ferðaþjónustunni lyginni líkastur.
Í júní 2017 var greint frá því að hagnaður fyrirtækisins væri 2,6 milljarðar króna eftir skatta sem var hækkun um 50 prósent. Þá voru 1,45 milljarðar greiddir út í arð.
Nokkrar breytingar hafa verið á högum Gríms undanfarið því í febrúar ákvað hann að hætta sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar en þeirri stöðu hefur hann gegnt síðan árið 2014.
Í apríl tilkynnti hann að Bláa lónið hygðist koma á laggirnar rútuþjónustu milli lónsins og Keflavíkurflugvallar í samstarfi við Hópbíla.