„Við sjáum í gegnum sögurnar ykkar,“ segir í yfirskrift Twitter reiknings sem kallar sig, „Ósönn tvít fyrir læk.“ Síðan fór í loftið í lok síðasta árs og sérhæfir sig í því að koma upp um fólk sem síðan vill meina að sé að segja ósatt á Twitter í von um að fá athygli og hylli á miðlinum.
Segja má að síðan sé einskonar sjálfskipuð Twitter-lögregla Íslands en algengt er að tíst sem innihalda góðar og jafnvel hálf ótrúlegar frásagnir fólks fái mikla athygli á Twitter og sópi til sín lækum.
Það skal ósagt látið hvort síðan hafi alltaf rétt fyrir sér og við leyfum lesendum að dæma um það sjálfir en hér að neðan má sjá dæmi um tíst sem hin sjálfskipaða Twitterlögregla hefur gómað og sakað um lygar.