fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sigmar kveður Fabrikkuna og Keiluhöllina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. maí 2018 09:00

Sigmar Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri á eignarhaldi Hamborgarafabrikkunnar og Keiluhallarinnar í Egilshöll. Jóhannes Stefánsson, gjarnan kenndur við Múlakaffi, er orðinn meirihlutaeigandi félaganna en athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í félögunum.

Óhætt er að segja að um kaflaskil sé að ræða en Simmi og Jói (Jóhannes Ásbjörnsson), viðskiptafélagi hans og vinur, hafa verið andlit Fabrikkunnar frá því að fyrsti staðurinn var opnaður árið 2010. Sigmar mun þó ekki hverfa strax af vettvangi en samkvæmt heimildum DV mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár.

Rekstur Hamborgarafabrikkunnar hefur frá upphafi verið í gegnum fyrirtækið Nautafélagið ehf. Þar til í árslok 2017 áttu Sigmar og Jóhannes 35% hlut hvor í félaginu. Aðrir eigendur voru Skúli Gunnar Sigfússon, gjarnan kenndur við Subway, með 25% eignarhlut og Snorri Marteinsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Fabrikkunnar undanfarin ár, með 5% hlut.

Þess má geta að talsvert hefur verið fjallað um deilur Sigmars og Skúla vegna lóða á Hvolsvelli og ljóst var að það var grunnt á því góða milli viðskiptafélaganna.

Rétt fyrir áramót seldu Sigmar, Jóhannes og Snorri hluti sína, alls 75%, til félagsins Gleðipinnar ehf., sem á og rekur Keiluhöllina, en eftir sat Skúli í Subway í minnihluta með sinn 25% hlut.

Snorri Marteinsson og Jóhannes Ásbjörnsson. Myndina birti Snorri, sem nú er í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni þegar hann tilkynnti um að hann væri að hverfa úr hluthafahópi félaganna.

Úr borgurum í pólitík

Þremenningarnir áttu einnig hlut í Gleðipinnum ehf. Simmi og Jói áttu 26,67% hlut hvor, Jóhannes í Múlakaffi 15,83% hlut sem og hjónin Guðmundur Auðunn Auðunsson og Guðríður María Jóhannsdóttir. Að lokum átti áðurnefndur Snorri Marteinsson 5% hlut.

Á dögunum seldu síðan Sigmar og Snorri sinn hlut í Gleðipinnum ehf. til Jóhannesar í Múlakaffi. „Ég get staðfest að ég hef selt minn hlut. Það kom skyndilega upp en var gert í mesta bróðerni og vinsemd. Ég kveð sáttur,“ segir Snorri Marteinsson í samtali við DV. Snorri hefur heldur betur söðlað um en hann skipar 3. sæti á lista Höfuðborgarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík.

„Ég var með strákunum í Fabrikku-ævintýrinu frá upphafi og aðstoðaði þá með fjármögnun og gerð rekstraráætlana,“ segir Snorri, sem á og rekur ráðgjafarfyrirtækið SMART ráðgjöf ehf. Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að hann tæki að sér framkvæmdastjórn veitingastaðanna, hlutirnir hafi einfaldlega æxlast þannig. „Þetta er búinn að vera frábær tími en núna er tímabært að snúa sér að öðrum verkefnum,“ segir Snorri. Hann kveðst bjartsýnn á góðan árangur Höfuðborgarlistans í komandi kosningum enda hafi viðtökurnar verið afar góðar.

Ekki náðist í Sigmar Vilhjálmsson við vinnslu fréttarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur