„Að eiga verslun í Miðbæ Reykjavíkur er góð skemmtun,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi Gryfjunnar, sem er við Ingólfstorg í Miðbænum, á Instagram og birtir mynd af mannaskít á dyrum verslunarinnar.
Erna birtir svo aðra mynd úr eftirlitsmyndavél þar sem sjá má „kúkalabbann“, ef svo má segja, athafna sig. Af myndinni að dæma hafa hægðir hans verið að mestu í fljótandi formi.
Erna Margrét segir í samtali við Nútímann að sér og starfsmönnum hafi ekki verið skemmt þegar þeir mættu til vinnu á sunnudagsmorgun. „Manni blöskrar bara. Að fólk skuli finnast þetta í lagi. Það er oft búið að míga og æla á hérna en þetta er nýtt,“ segir Erna í samtali við Nútímann. Hún segist ekki ætla að aðhafast meira til að finna kúkalabbann.
https://www.instagram.com/p/BjR55teARrA/?taken-by=ernamagga
https://www.instagram.com/p/BjSKBPjAaZt/?taken-by=ernamagga