fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Bjarni Bernharður prófaði aftur sýru – Reiddist yfir spurningu um Katrínu Jakobsdóttur – „Hvaða kjaftæði er í þér?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. maí 2018 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sýra er alvöru mál, ekkert til að leika sér að. Hana á aðeins að nota til hugræktar.“ Svo hljóðar tilvitnun úr bók Bjarna Bernharðar, LSD lykillinn, en Frosti Logason las upp úr bókinni í Harmageddon í morgun. Bjarni var gestur Frosta í morgun. Bjarni hefur vakið athygli fyrir ljóðabækur og myndlist. Þá framdi Bjarni morð árið 1988 en var dæmdur ósakhæfur vegna andlegra veikinda en hann myrti Karl Jóhann í geðklofaástandi. Bjarni sagði fyrir nokkrum árum í viðtali við DV að hann hafi verið ósáttur við að hann hafi ekki fengið hjálp þegar hann var brenglunarástandi vegna sýruneyslu í bland við geðklofa. Morðið er eitt það óhugnanlegasta sem framið hefur verið á Íslandi en Bjarni stakk Karl Jóhann til bana með hníf. Bjarni sagði í þættinum:

„Sýru á ekki að nota til að skemmta sér, það vitlausasta sem þú gerir, er að nota sýru á tónleikum, til dæmis. Eitthvað partý, til að hafa gaman. Það er það sem gerist, þá verður bara sprenging í hausnum. […] Fólk á ekki að nota efnið til að magna upp umhverfisáhrifin,“ sagði Bjarni.

Þú ert ekki að gera þetta mikið Bjarni, er það?

„Nú skulum við ekkert ræða það, nú mátt þú ekki vera nein lögga.“

Þú talar um þetta eitt skipti og þá varstu bara heima í sófanum.

„Heyrðu, já já, það var merkilegt tripp. Það var tíu, tólf tíma sýrutripp og ég fór mína ferð inn á við og opnaði þessar dyr, en var í stólnum. Nú á ég á vinnustofu minni flott abstrakt málverk sem ég hefði getað farið inn í og lent í sko tryllingslegu partýi þar með mínum myndum. Í einhverjum rosalegum ferðalögum […] En ég gerði það ekki, ég var bara í þögninni með sjálfum mér, ég var í stólnum með sjálfum mér.“

Talaði við forsætisráðherra um LSD

Í viðtalinu í morgun þá ræddi Bjarni um þann skaða sem fylgir LSD notkun. „Ég veit að hérna í bænum er sýran alltaf í umferð og ég er búinn að segja við pólitíkusa, vitið þið það, þið eigið að vera með heimasíðu, ráðuneytið, Ég sagði þetta við Katrínu Jakobsdóttur, […] Heimasíðu sem veiti upplýsingar um þetta efni.“

Varstu að tala um sýru við Katrínu Jakobsdóttur?

„Ég var að selja henni þessa bók, hvaða kjaftæði er í þér?“

Ég er bara að spyrja spurningar, sem fjölmiðlamaður.

„Ég var að segja henni það, að þöggun er aðeins til tjóns. Þessi bók er skrifuð mikið til þess að opna umræðuna. Stjórnvöld geta ekki skotið sér undan ábyrgð, þið berið vissa ábyrgð fyrir borgurum, fyrir líf og heilsu borgara. Ef allt væri með felldu þá væri upplýsingasíða á netinu á vegum stjórnarráðs sem veiti upplýsingar um þetta efni,“ sagði Bjarni í Harmageddon í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“