fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Átak í ræktinni: Það stórsér á Sigmundi Davíð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. maí 2018 22:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vekur ítrekað athygli og þá oftast á sviði stjórnmála, en undanfarið hefur það verið útlit hans sem vekur athygli fólks.

Sigmundur hefur undanfarna mánuði verið fastagestur í World Class í Laugum þar sem hann æfir af miklum móð undir vökulu auga og æfingaprógrammi Baldurs Borgþórssonar, sem skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Baldur er lærður einkaþjálfari og síðustu fjóra mánuði hefur Sigmundur Davíð tekið mataræðið í gegn og æft af krafti og hefur það svo sannarlega skilað árangri en hann hefur misst um 20 kg. Það hreinlega „stórsér“ á Sigmundi Davíð.

Þingflokkurinn ákvað að taka sig á líkamlega og hefur Sigmundur Davíð staðið sig manna best í átakinu.

Á myndinni eru þeir ásamt Vigdísi Hauksdóttur sem situr í 1. sæti listans, æfir hún af krafti líka, og Svein Hirti Guðfinnssyni, sem situr í 3. sæti listans og hyggst hann hefja æfingar hjá Baldri af kosningum loknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán