fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Facebook skandallinn: Mark Zuckerberg þarf að svara til saka fyrir þinginu – Stofnandi Apple hættur á Facebook

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 9. apríl 2018 16:32

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi þekktra einstaklinga hafa sent frá sér opinberar yfirlýsingar þess efnis að nú séu þau hætt á Facebook. Meðal þeirra eru t.d. Elon Musk, Cher og Steve Wozniak, meðstofnandi Apple sem segist hættur að nota samfélagsmiðilinn vegna misnotkunar fyrirtækisins á persónuupplýsingum um notendur.

„Notendur gefa upplýsingar til Facebook um öll smáatriði lífs síns og Facebook hagnast vel af því“, sagði Wozniak í viðtali við USA Today. „Hagnaðurinn er byggður á upplýsingum um notendur án þess að þeir fái neitt í sinn vasa.“

Sheryl Sandberg, rekstrarstjóri og næstráðandi Facebook á eftir Mark Zuckerberg, reyndi fyrir skemmstu að réttlæta gáleysi fyrirtækisins og sagði að ef Facebook notendur vildu ekki að fyrirtækið notaði gögnin þeirra þá þyrfti fólk að borga fyrir þjónustuna. Wozniak sagðist vera tilbúinn til þess. „Apple hefur tekjur sínar af vörum, en ekki af þér sem persónu. Eins og þau segja, hjá Facebook, þá ertu varan,“ segir hann.

Þarf að svara til saka fyrir þinginu

Mark Zuckerberg stendur þessa dagana í gríðarlegum undirbúningi fyrir yfirheyrslur sem eru framundan á morgun og hinn en hann þarf að sitja fyrir svörum hjá báðum deildum þingsins í Washington.

Þar verður honum meðal annars gert að útskýra nákvæmlega hvernig fyrirtækið hefur meðhöndlað viðkvæmar upplýsingar um notendur og hverjir hafa haft aðgang að þeim.

Zuckerberg má reikna með því að yfirheyrslurnar taki tvo daga en hingað til hefur hann sjaldnast komið fram opinberlega, eða í viðtölum, án þess að vera vandlega undirbúinn.

Nú hefur hann ráðið her lögmanna frá lögmannsstofunni WilmerHale til að hjálpa sér með undirbúning fyrir yfirheyrslurnar en stofan sérhæfir sig í lögum sem snúa að rafrænu gagnaöryggi, netöryggi og einkarétti svo fátt eitt sé nefnt.

Óhætt er að reikna með að Zuckerberg muni svitna eitthvað við yfirheyrslurnar eins og hann gerði í þessu eftirminnilega viðtali árið 2012. Hingað til hefur hann ekki verið hrifinn af því að svara spurningum sem snúa að þessum málum svo staðan verður væntanlega áhugaverð í lok vikunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri