fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

50plús blokkin í Grindavík: Húsfundur samþykkir að henda hjónum út

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. apríl 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar sagði DV frá því að íbúar blokkar í Grindavík, sem í daglegu tali er kölluð 50plús blokkin, vildu að nýjustu eigendur og íbúar hússins, hjón, myndu flytja úr íbúð sinni og selja hana, eða verða ellegar borin út með aðstoð dómstóla.

Ástæðan er sú að hjónin hafa ekki náð fimmtíu ára aldri, konan verður það í september næstkomandi, en maðurinn í ágúst á næsta ári. Telur húsfélagið að þau uppfylli ekki aldurskröfur samkvæmt húsreglum og kvöð eignaskiptayfirlýsingar.

Eins og fram kom í frétt DV í febrúar eru fordæmi fyrir að bæði eigendur og íbúar í blokkinni hafi ekki náð 50 ára aldri og var því talinn vafi á að krafa húsfélagsins næði fram að ganga.

Húsfundi sem halda átti 21. febrúar síðastliðinn var frestað nokkrum klukkustundum áður en hann átti að fara fram. Auðar Jónsdóttir lögmaður húsfélagsins svaraði þá að fundinum hefði verið frestað þar sem aðilar væru að ná sáttum.

Á miðvikudagskvöld var hins vegar haldinn húsfundur í blokkinni, sem í eru 20 íbúðir og samkvæmt heimildum DV voru mættir fulltrúar allra íbúða á fundinn. Atkvæðagreiðslan um tillöguna var leynileg og var niðurstaðan sú að með brottrekstrinum greiddu 14 atkvæði, á móti voru 4 og 2 sátu hjá.

Húsfélagið situr því fast á sinni kröfu um að hjónin flytji út og nú er spurning um hver næstu skref verða, hvort að hjónin flytji út þar til í september þegar konan hefur náð 50 ára aldri, eða hvort að þau sitji sem fastast í íbúð sinni og láti reyna á kröfu húsfélagsins með atbeina dómstóla.

Sjá einnig: „Við bjóðum þau ekki velkomin sem slík þegar þau brjóta lög“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu