fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Slógu köttinn úr Mussolini: „Þetta er óásættanleg ögrun“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 29. apríl 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Ítalíu rannsakar nú atvik sem kom upp í vikunni þar sem hópur andfasista hengdi upp dúkku af einræðisherranum Benito Mussolini og notaði hana til að slá köttinn úr tunnunni. Picchio greinir frá þessu.

 

Sælgæti í búk einræðisherrans

Málið kom upp í bænum Macerata í austurhluta landsins þann 25. apríl en á þeim degi fagna Ítalir lausn undan fasisma ár hvert. Nokkrir andfasistar gerðu dúkkueftirlíkingu af Mussolini og hengdu hana upp á fótunum líkt og líkt og gert var við lík einræðisherrans eftir að hann var tekinn af lífi árið 1945 í Mílanó. Innan í dúkkunni var sælgæti og börnin í nágrenninu voru hvött til að slá í hana til að ná sælgætinu út, siður sem þekkist víða um heim.

Þegar hausinn féll af dúkkunni var komið með aðra dúkku af svartklæddum manni með kross á bringunni. Sú dúkka átti að tákna Luca Traini, sem særði sex afríska innflytjendur í byssuárás í febrúar síðastliðnum. Traini sagði að sú árás væri hefnd fyrir morð á konu sem nígerískur maður var grunaður um að hafa framið.

 

Verður rætt á þingi

Romano Carancini, bæjarstjóri Macerata hefur fordæmt atvikið og segir hana á engan hátt tengjast hátíðarhöldunum. „Þetta er óásættanleg ögrun sem svíkur allt það sem 25. apríl stendur fyrir á Ítalíu. Þetta skaðar einnig málstað andfasista og borgina.“ Carancini staðfesti að lögreglan væri nú að rannsaka málið og reyna að hafa upp á þeim sem stóðu að þessu.

Maurizio Gasparri, þingmaður hægri flokksins Forza Italia, sagðist ætla að taka málið upp á landsþinginu. Þá sagðist samflokkskona Gasparri, og barnabarn einræðisherrans, Alessandra Mussolini ætlar að heimsækja Macerata á föstudag.

 

Mussolini víða hampað

Benito Mussolini er ekki jafn fyrirlitinn í Ítalíu og Adolf Hitler er í Þýskalandi. Margir líta enn til hans með aðdáun og víða er hægt að sjá minningarmuni tengda honum, til dæmis í minjagripabúðum. Fæðingarstaður hans, Predappio, er vinsæll ferðamannastaður og margir stjórnmálamenn úr stórum stjórnmálaflokkum veigra sér ekki við að lýsa aðdáun á honum.

Andfasistar hafa reynt að berjast gegn upphafningu Mussolini í gegnum tíðina og til dæmis reynt að fá í gegn svipað bann og ríkir í Þýskalandi þar sem nasismanum má ekki hampa. Oft hefur skorist í brýnu milli þeirra og fasistahópa sem eru ófáir í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks