Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að ekki sé hægt að útiloka að konunni hafi verið hrint fram af svölunum og hún því myrt. Rannsókn sé hafin á málinu og karlmaður um þrítugt hafi verið handtekinn.
Sá handtekni verður yfirheyrður nú í morgunsárið en lögreglan er nú að reyna að finna út úr hver tengsl fólksins voru.