Langlífi er þekkt í fjölskyldu Carl XVI Gustaf en afi hans og langafi komust báðir á tíræðisaldur. En það má kannski teljast merkilegra met hjá Magnus Eriksson að hafa setið á konungsstóli í 44 ár og 222 daga því á hans tíma var mikill óróleiki í samfélaginu og ástandið oft hættulegt auk þess sem læknisfræðin hafði ekki náð mjög langt.
Carl XVI Gustaf á þó enn langt í land með að ná Elísabetu II Bretadrottningu sem hefur nú setið á drottningarstólnum og ríkt í heil 65 ár.