Í umfjöllun New York Post um málið kemur fram að margir séu lafhræddir vegna frétta um að dularfullt dýr ráðist á heimilisdýr borgarbúa. Hér sé um dýr í djöflalíki að ræða, einhverskonar blöndu af manneskju og hundi. Dýrið er sagt hafa drepið tvo hunda hið minnsta. Mynd af dýrinu náðist á eftirlitsmyndavél og hafa sumir sagt að dýrið líkist kameldýri að vissu leyti því það er með langan háls og lítið höfuð.
Myndir af dýrinu hafa fengið mikið áhorf á YouTube og hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum hefur stigið fram og deilt þekkingu sinni um þetta dularfulla dýr með þeim sem vilja heyra.
Sumar kenningar ganga út á að hér sé um sannkallaðan djöflahund að ræða þar sem manneskja geti breytt sér í hund. Aðrar kenningar ganga út á að hér sé um hið goðsagnakennda dýr Chupacabra að ræða en það er dýr sem ræðst á önnur dýr að næturlagi og sýgur blóð úr þeim. Chupacabra hefur lengið verið til í munnmælasögum í Ameríku og trúin á þetta dularfulla dýr fékk byr undir báða vængi 2007 þegar yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum rannsökuðu hvort dautt dýr, sem fannst í ríkinu, væri Chupacabra. Svo reyndist ekki vera. Hræið reyndist vera af sléttuúlfi sem hafði misst feldinn.
En líklegast eru myndirnir sem náðust í Santa Fe falsaðar og því full ástæða til að taka þeim af varúð. En hvað sem því líður eru margir borgarbúar óttaslegnir vegna málsins.