fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FréttirPressan

Bandaríkin hylmdu yfir hræðilegar tilraunir Japana á mörg þúsund föngum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 21:40

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu lengi getur fólk lifað af í ísköldu vatni? Er hægt að taka fótlegg af lifandi manneskju og láta hann vaxa á öðrum stað á líkamanum? Hvað gerist ef maginn er tekinn úr fólki? Þetta eru nokkur dæmi um það sem japanskir læknar reyndu að svara með tilraunum á fólki fyrir og á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Þetta gerðu þeir í fangelsum, fangabúðum og tilraunastofum í Manchuria í Kína en svæðið var þá á valdi Japana.

Herlæknirinn Shiro Ishii var aðalmaðurinn í þessum tilraunum. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk var hann hækkaður í tign og gerður að æðsta yfirmanni japanska heilbrigðiskerfisins. En lítið sem ekkert var fjallað um þessar tilraunir í marga áratugi enda var þessu haldið leyndu. Ishii og samverkafólk hans þurfti aldrei að svara til saka fyrir óhugnaðinn. Þau fengu friðhelgi eftir að hafa afhent Bandaríkjunum öll gögn um líffræðilegan og efnafræðilegan hernað.

En þetta er ekki alveg gleymt og í síðustu viku birti japanska þjóðskjalasafnið nöfn þeirra 3.607 sem störfuðu að tilraununum. Þetta var gert eftir mikinn þrýsting frá hópi japanskra vísindamanna sem eru að reyna að grafa upp sannleikann um þennan skuggalega tíma þar sem mörg þúsund, jafnvel tugþúsundir, fanga létu lífið sem tilraunadýr Ishii og samstarfsfólks hans. fangarnir voru aðallega Kínverjar, Rússar, Mongólíumenn og Kóreumenn.

Mikil leynd

Mikil leynd hvíldi yfir þessum tilraunum og tilraunastofurnar voru dulbúnar sem rannsóknarstofur fyrir vatn. Frá 1936 og til stríðsloka birtu „vísindamennirnir“ niðurstöður rannsókna sinna í japönskum og alþjóðlegum vísindaritum. Þá var því haldið fram að tilraunirnar hefðu verið gerðar á öpum en í raun voru þær gerðar á fólki sem fékk yfirleitt ekki neina deyfingu. Fólkið þurfti að upplifa hryllilegar þjáningar vegna tilraunanna. Á endanum var það myrt eða lést af völdum tilraunanna.

Ólíkt því sem gerðist í útrýmingarbúðum nasista slapp enginn, svo vitað sé, lifandi frá þessu. Þegar ljóst var að Japan myndi tapa í stríðinu voru allar tilraunastofurnar eyðilagðar og síðustu fangarnir myrtir. Starfsfólkið var flutt til Japan og skipað að segja aldrei frá þessu og bannað að sækja um opinber störf. Flest skjöl um tilraunirnar voru eyðilögð en þau mikilvægustu voru flutt til Japan og urðu Ishii til lífs því Bandaríkin ákváðu að hann væri þeim meira virði lifandi en dauður. Gögnin voru send til Bandaríkjanna þar sem sérfræðingar fóru yfir þau. Þau voru síðan send aftur til Japan. Enn hefur ekki fengist upplýst hvað stóð í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?