Fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Barbara Bush, er látin, 92 ára að aldri.
Í yfirlýsingu segir að Frú Bush hafi látist á heimili sínu í Houston, Texas. Hún var forsetafrú Bandaríkjanna árin 1989 til 1993 í forsetatíð eiginmanns síns, George H.W. Bush, 41. forseta Bandaríkjanna.
Hún var móðir George W. Bush, 43. forseta Bandaríkjanna.
Frú Bush hafði átt við alvarleg veikindi að stríða undanfarin ár og núna í apríl neitaði hún að gangast undir líknandi meðferð.