fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ögmundur á inni 29 milljónir króna

Ögmundur Jónasson afsalaði sér ráðherralaunum og gefur lítið fyrir skýringar um að það sé ekki hægt

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 9. mars 2018 17:00

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir það í besta falli hlægilegt að halda því fram að þingmenn og ráðherrar geti ekki afsalað sér launum og hlunnindum. Í versta falli sé um að ræða samtryggingarkerfi ráðamanna og embættismanna.

Ögmundur var ráðherra í rúma 40 mánuði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrst heilbrigðisráðherra árið 2009, dómsmálaráðherra árið 2010 og innanríkisráðherra frá 2011 til 2013. DV fjallaði ítarlega um greiðslur til þingmanna í síðustu viku en margt er á reiki um hvort þingmenn geti afþakkað greiðslur til sín frá Alþingi eða ekki. Í umfjölluninni kom fram að Ögmundur afsalaði sér ráðherralaunum og þáði aðeins þingfararkaup í tíð sinni sem ráðherra.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði að þingmenn gætu ekki afþakkað starfsgreiðslur. „Það er ekki hægt að segja sig frá þessu.“ Varðandi ráðherralaun segir Helgi þau vera á vegum stjórnarráðsins. „Ráðherralaunin eru tvískipt. Annars vegar þingfararkaupið og hins vegar ráðherraparturinn. Við greiðum þingfararkaupið, við höfum ekkert með hitt að segja,“ sagði Helgi.

Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins, segir í svari við fyrirspurn DV að það sé ekki hægt að afþakka ráðherralaun. „Það eiga sömu reglur við hvað varðar möguleika á að afþakka greiðslur og gilda varðandi greiðslur frá þinginu, þar sem þær eru lögbundnar er ekki hægt að afþakka þær.“ Þetta þýðir að sömu reglur gilda um greiðslurnar sem Ögmundur afþakkaði og greiðslurnar sem skrifstofustjóri Alþingis segir að sé ekki hægt að afþakka.

Í besta falli hlægilegt

DV bar þetta undir Ögmund sem var nokkuð skemmt við svar skrifstofustjórans. „Ef Gunnar Björnsson telur sig þess umkominn að lýsa því yfir fyrir hönd ríkissjóðs að ekki sé hægt að afsala sér ráðherralaunum eins og ég gerði þá vaknar sú spurning hvort hann hafi umboð til að gera þetta meinta lagabrot mitt upp og þá væntanlega einnig fyrir hönd ríkissjóðs,“ segir Ögmundur. Samkvæmt lauslegum útreikningum Ögmundar þá þýðir þetta að ríkissjóður skuldi honum rúmlega 29 milljónir króna fyrir mánuðina 40 ef miðað er við launin sem ákvörðuð voru af kjararáði árið 2016. Ef miðað sé við upphæðirnar sem voru í gildi á ráðherratíma Ögmundar sé upphæðin hins vegar nær 20 milljónum.

Útreikningar Ögmundar

Þingfararkaup er 1.101.194 á mánuði miðað við úrskurð kjararáðs.

Ráðherralaun eru 1.826.273 á mánuði.

Mismunur er 725.079 kr.

Ögmundur var ráðherra í 40 mánuði.

725.079 x 40 = 29.003.160 kr.

Aðspurður hvað Ögmundur hafi gert til að afþakka launin, hvort hann hafi leitað til skrifstofu Alþingis eða skrifað Fjársýslu ríkisins, segir Ögmundur.

„Ég man ekkert hvað ég gerði enda skiptir það engu máli. Það eina sem máli skiptir er niðurstaðan. Og hún var þessi. Allt tal um að þetta sé ómögulegt bæði varðandi afsal ráðherralauna eða hlunninda þingmanna er í besta falli hlægilegt. Í versta falli erum við að verða vitni að samtryggingarkerfi læsa að sér. „Ég bara gat ekki annað, annars hefði ég brotið lög, mamma bannar mér að leifa matnum!“ Veruleikinn hlýtur hreinlega að vera sá að lögin vísi til þess eins að ekki sé hægt að krefjast meira en þau kveða á um en að sjálfsögðu ekki til hins að taka minna í sinn hlut en þau heimila. Fyrr mætti nú vera. Fyrr má rota en dauðrota.“

Ætlar þú að sækja þessar 29 milljónir?

„Að sjálfsögðu ekki. Ekki nú fremur en fyrri daginn. En væntanlega munu Gunnar Björnsson og ríkissjóður eiga það við samvisku sína hvernig þeir snúa sér gagnvart þessu meinta lögbroti mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð