fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Féll á bílprófinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. mars 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óheppilegt atvik átti sér stað í bænum Buffalo í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum þegar bifreið var ekið inn í hús. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að undir stýri sat sautján ára stúlka sem var að taka bílpróf.

Stúlkan sem um ræðir ætlaði að bakka bifreiðinni úr bílastæðinu fyrir utan húsnæði ökuskólans í bænum. Í stað þess að setja bílinn í bakkgír ók hún áfram með fyrrgreindum afleiðingum. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Stúlkan unga slasaðist ekki en leiðbeinandi hennar, sextug kona, þurfti að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi vegna minniháttar meiðsla. Ljóst er að einhver töf verður á því að stúlkan fái bílprófið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“