fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir líkamshlutar komu upp úr sjó við Snæfellsnes nýverið. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða fótlegg og annan ótilgreindan líkamspart.

Sá sem lenti í hinum óhugnanlega fundi hafði samband við Landhelgisgæsluna eins og tíðkast hjá sjómönnum. Sjófarendur hafa oftast nær samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar telja þeir sig þurfa að koma á framfæri upplýsingum, hvort sem það er ísjaki á reki eða líkfundur. Í kjölfarið hefur landhelgisgæslan samband við yfirvöld.

Það var landhelgisgæslan sem tók að sér að flytja líkamspartana til höfuðborgarinnar þar sem fulltrúar lögreglunnar tóku við málinu. Landhelgisgæslan verst frétta vegna málsins og vísaði á lögregluna. Lögreglan vildi lítið tjá sig um fundinn en DV fékk þær upplýsingar að málið væri komið inn á borð kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur það hlutverk að bera kennsl á hverjum líkamshlutarnir tilheyrðu.

Niðurstöðu er að vænta eftir eina til tvær vikur.

Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands