Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands fer fram núna í vikunni, þriðjudag og miðvikudag í Reykjavík og fimmtudag í Reykjanesbæ.
„Við verðum með rausnarlega páskaúthlutun á morgun fyrir einstaklinga frá kl. 12-14, á miðvikudag fyrir fjölskyldufólk frá kl. 12-14 og á fimmtudag í Reykjanesbæ frá kl. 15-17,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
„Til þess að gera enga vitleysu í kjötmálum þá vorum við að kaupa kort í Krónunni fyrir yfir milljón, þannig að allir fá það helsta sem þeir þurfa. Við eigum hins vegar ekki kerti og ekki páskaegg, þannig ef einhver vill gefa okkur páskaegg þá væri það vel þegið. Allir fá einnig 5.000 kr. inneign í Krónunni og geta þannig keypt sinn páskamat.“
Heimasíða Fjölskylduhjálpar Íslands.