Húsfundi sem halda átti í Suðurhópi 1 í Grindavík kl. 18 í gær var frestað fyrr um daginn. Um er að ræða deilumál íbúa blokkarinnar um búsetu hjóna í einni íbúðinni, en þau eru ekki orðin 50 ára.
DV fjallaði ítarlega um málið fyrr í vikunni, en hjónin sem um ræðir vantar nokkra mánuði til að uppfylla skilyrði um aldursbúsetu í blokkinni.
Samkvæmt svari frá Auði Björgu Jónsdóttur lögmanni húsfélagsins eru aðilar að ná samkomulagi.