fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hildur um umskurðarfrumvarpið: „Við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn […] Annars erum við ekkert skárri en Trump“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáir sig um umskurðarfrumvarpið umdeilda á Facebook-síðu sinni. Segir hún að Íslendingar verði að bíta á jaxlinn. Kveðst Hildur vilja samtal um frumvarpið en margir vilja ekki sjá slíkt samtal. Það segi sig sjálft að umskurður á drengjum eða stúlkum eða annað óafturkræft inngrip eigi ekki að eiga sér stað á þeim tímum sem við lifum. Biskup Íslands hefur tjáð sig um frumvarpið og vill fara svipaða leið og Hildur á meðan Siðmennt er alfarið fylgjandi frumvarpinu og að umskurður á drengjum verði bannaður. Hildur vill meina að með pistlinum sé hún að hvetja til skoðanaskipta og umburðarlyndis. Hildur segir:

„Ææææ þegar kemur að umræðumenningu á Íslandi. Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur,“ segir Hildur Eir.

Hún segir að umskurn drengja eigi djúpar rætur. „Umskurn drengja er trúarathöfn gyðinga, Jesús var umskorinn á áttunda degi af því að hann var gyðingur það réttlætir ekki aðgerðina en skýrir ýmislegt varðandi djúpar rætur hennar. Athöfnin var ekki fundin upp til að refsa börnum eða pína þau heldur tengist hún sáttmálshugmyndum frá tímum Abrahams,“ segir Hildur Eir.

Hún segir að þetta sama eigi ekki við um umskurn stúlkna. „Umskurn stúlkna á sér hins vegar hvorki langa né trúarlega sögu, er ekki framkvæmd af læknum, læknar mega ekki framkvæma hana samkvæmt lögum enda er hún til þess gerð að forsmá, pína og refsa stúlkubörnum fyrir að fæðast með kynhvöt, þarna er strax munur á eðli hlutann,“ segir Hildur Eir en rétt er að taka fram að umskurður stúlkna á langa sögu og skrifuðu Grikkir, svo sem Strabon, til að mynda um siðinn fyrir daga Krists.

Hildur Eir segir að gott fólk verði að geta rætt um þessi mál með það að markmiði að skapa sanngirni og frið í samvistum ólíkra þjóða. „Fjölmenningargleraugun eru alltaf og undantekningarlaust með tvískiptu gleri, konur í múslímaríkjum skilja til dæmis ekki hvers vegna við vestrænar konur göngum í stuttum pilsum og flegnum bolum, þeim finnst það mótsögn við kvenréttindi, blæjan þeirra er kúgun í okkar augum á meðan þær líta margar hverjar svo á að hún verji þær gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Gott fólk við verðum að nenna að ræða þetta út frá því sameiginlega alheimsmarkmiði að skapa sanngirni og frið í samvistum ólíkra þjóða, annars erum við ekkert skárri en Trump,“ skrifar Hildur Eir.

Uppfært:

Hildur Eir vill meina að fyrirsögnin sé röng. Segir hún hafa átt við að mikilvægt væri að eiga samtal um frumvarpið, annars væru Íslendingar ekkert skárri en Trump. Segir hún nauðsynlegt að eiga samtal áður en lög séu sett um aðra trúarhópa ef Íslendingar ætli að byggja upp sanngjarnt fjölmenningarsamfélag hér á landi. Fyrirsögninni hefur verið breytt. Hildur segir í athugasemd hér undir fréttinni:

„Ég er ekki talsmaður umskurnar og finnst hún mjög skrýtin en ég veit bara af fenginni reynslu að þvingun af því tagi sem lagasetninging boðar er sjaldnast leiðin til sátta.“

Þá segir HIldur í annarri athugasemd:

„Íslensk rafræn umræðumenning í hnotskurn: Nokkrir guðfræðingar sýna frumvarpi um banni við umskurn drengja áhuga vegna þess að þeir hafa einhvern tíma stundað nám í trúarbragðafræðum og vinna sjálfir, þó ekki allir, við að boða kristna trú, þeir upplifa að málið sé fagi þeirra skylt og vilja opna umræðu um það hvernig við mætum öðrum trúarbrögðum og menningu, niðurstaða netverja er að íslenska þjóðkirkjan styðji umskurð ómálga barna og jafnvel limlestingar stúlkubarna og biskupinn sé auðvitað aðal stuðningsmaður málsins enda hljóti allt annað sem hún hefur sagt í gegnum tíðina og stuðað hefur almenning að styðja við fornaldalega hugsun hennar, sem sagt fiðrildaáhrif.

Ég verð illa svikin ef næsta frétt verður ekki með fyrirsögninni “ Biskup vill umskera börn og gamalmenni og gæludýr.” Eftirlætis kommentið sem ritað var á síðuna mína í dag er eftirfarandi “viltu krukka í kynfærum barna?” Er hægt að vera aðeins minna málefnalegur? Hvernig í ósköpunum er hægt að draga þá ályktun af athugasemd um mikilvægi þess að eiga opið samtal við þau trúarbrögð sem málið varðar að maður vilji krukka í kynfærum barna og sé bara hrifinn af þessari framandi aðgerð?

Málið snýst um að við gerum okkur ekki að fífli á alþjóðavettvangi með því að setja allt í einu lög sem glæpavæða foreldra er valið hafa að fylgja hefðum og siðum sinna trúarbragða í gegnum aldirnar. Málið snýst um að við tökum eitt skref í einu …“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt