fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Mynd dagsins: Hver er sjöundi meðlimurinn á Klausturs mynd Þrándar ?

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 7. desember 2018 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði nýlega mynd þar sem hann túlkar Klaustursmálið á nokkuð sérstakan hátt.  Málverkið sýnir þingmennina sex sem voru viðstaddir á Klaustur bar en þar féllu ýmis umdeild ummæli eins og ítrekað hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Grapevine greindi fyrst frá.

Þrándur hefur áður vakið athygli fyrir verk sín og tekið þátt í samfélagsumræðunni með beittri satíru. Framan af á ferli sínum sótti Þrándur mikið innblástur  í þjóðsögur og fornan menningararf Íslendinga. Á síðustu árum hefur hann fikrað sig fram í tíma hvað myndefni varðar. Þá hefur samfélagsrýni ratað inn í myndir hans og sækir hann innblástur í listasöguna alla. Áður hafa myndir af Grýla að éta barn, brennandi IKEA geit og Bjarni Benediktsson að troða sér í nábrækur slegið í gegn, vakið athygli, en líka mikið umtal.

Nýjasta mynd Þrándar þar sem hann tjáir sig um Klaustur-málið í gegnum listina verður afhjúpuð formlega í Gallerí Port á morgun klukkan 16:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu