Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði nýlega mynd þar sem hann túlkar Klaustursmálið á nokkuð sérstakan hátt. Málverkið sýnir þingmennina sex sem voru viðstaddir á Klaustur bar en þar féllu ýmis umdeild ummæli eins og ítrekað hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Grapevine greindi fyrst frá.
Þrándur hefur áður vakið athygli fyrir verk sín og tekið þátt í samfélagsumræðunni með beittri satíru. Framan af á ferli sínum sótti Þrándur mikið innblástur í þjóðsögur og fornan menningararf Íslendinga. Á síðustu árum hefur hann fikrað sig fram í tíma hvað myndefni varðar. Þá hefur samfélagsrýni ratað inn í myndir hans og sækir hann innblástur í listasöguna alla. Áður hafa myndir af Grýla að éta barn, brennandi IKEA geit og Bjarni Benediktsson að troða sér í nábrækur slegið í gegn, vakið athygli, en líka mikið umtal.
Nýjasta mynd Þrándar þar sem hann tjáir sig um Klaustur-málið í gegnum listina verður afhjúpuð formlega í Gallerí Port á morgun klukkan 16:00.