fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Stundin skýrði frá í morgun í opnuviðtali blaðsins er hinn svokallaði Marvin, sem kom leyniupptökum af samtali sex þingmanna á barnum Klaustur til fjölmiðla, kona. Hér er um að ræða Báru Halldórsdóttur 42 ára gifta konu sem er öryrki, hinsegin kona og móður.

Í viðtalinu segir Bára að það hafi verið mikið áfall að heyra þingmennina sex hæðast að fötluðu fólki og hinsegin fólki og tala niðrandi um konur. Hún segist stundum hafa átt erfitt með að sitja á sínum stóra.

„Helst langaði mig bara að standa upp og spyrja: Heyriði ekki í sjálfum ykkur? Vitiði ekki að það er fleira fólk hérna inni?“

Segir Bára sem segist hafa verið í hálfgerðu áfalli þegar hún kom heim og hafi sagt konu sinni frá því sem hún hafði upplifað á barnum.

„Ég spilaði hluta af upptökunni fyrir hana og hún var orðlaus. Það sem okkur fannst svo ótrúlegt er að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir.“

Segir Bára og spyr hvort hún eigi að trúa því að þessar umræður hafi verið algjört undantekningartilvik, að sexmenningarnir tali ekki svona venjulega? Að stefna þeirra og pólitík sé ótengd þessum viðhorfum sem komu fram í samræðum þeirra?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“