fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Jólahreingerning í Reykjanesbæ tók óvænta stefnu – Fann sprengjuodd á háaloftinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 07:39

Umræddur sprengjuoddur. Mynd:Lögreglan á Suðurnesjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúa í Reykjanesbæ brá væntanlega í brún í gær þegar hann var á fullu við jólahreingerningu. Uppi á háalofti fann hann gamlan sprengjuodd frá varnarliðinu. Íbúinn brást hárrétt við og hringdi í lögregluna sem mætti að sjálfsögðu á vettvang. Hún fékk síðan sérfræðinga frá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar á vettvang til að skoða sprengjuoddinn og fjarlægja hann.

Sem betur fer reyndist hann vera óvirkur og hættulaus en viðbrögð íbúans voru samt sem áður hárrétt því það er aldrei að vita hvort svona tól eru virk eða ekki og nauðsynlegt að fá sérfræðinga til að skera úr um það.

Það er því brýnt að fólk hafi alltaf samband við lögregluna ef það finnur hluti sem þessa. Lögreglan á Suðurnesjum skýrir frá þessu á Facebooksíðu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill