fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Allt að 56 prósent verðmunur á jólabókum á milli verslana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að kanna verð á bókum áður en þær eru keyptar nú fyrir jólin. Allt að 56 prósent verðmunur er á verði metsölubóka á milli verslana nú í jólabókaflóðinu.

Þetta kemur fram í verðkönnun Fréttablaðsins. Þar segir að sem fyrr séu jólabækurnar ódýrastar í Bónus en blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær.

Bókin Kaupthinking, eftir Þórð Snæ Júlíusson, kostar 7.499 krónur í verslun Pennans/Eymundsson en 4.798 krónur í Bónus og er verðmunurinn 56 prósent. Af öðrum bókum má nefna að Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason kostar 4.499 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 6.999 krónur í Pennanum/Eymundsson þar sem hún er dýrust. Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur kostar 4.398 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 6.999 krónur í Pennanum/Eymundsson þar sem hún er dýrust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum