Þetta kemur fram í verðkönnun Fréttablaðsins. Þar segir að sem fyrr séu jólabækurnar ódýrastar í Bónus en blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær.
Bókin Kaupthinking, eftir Þórð Snæ Júlíusson, kostar 7.499 krónur í verslun Pennans/Eymundsson en 4.798 krónur í Bónus og er verðmunurinn 56 prósent. Af öðrum bókum má nefna að Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason kostar 4.499 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 6.999 krónur í Pennanum/Eymundsson þar sem hún er dýrust. Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur kostar 4.398 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 6.999 krónur í Pennanum/Eymundsson þar sem hún er dýrust.