fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Sigmar ósáttur: Þið sem horfðuð á þetta eigið að skammast ykkar – „Nei, ég er ekki fullur heima að skrifa þetta“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður, segir Þórðargleði fólks yfir Klausturmálinu vera komin út fyrir öll siðferðismörk og það að vera með leiklestur af upptökunum í Borgarleikhúsinu sé eins og horfa á fórnarlamb eineltis standa upp og sparka ítrekað í andlit gerandans. Sigmar nefnir fjögur atriði í langri færslu á Facebook þar sem hann deilir myndum af leiklestrinum í Borgarleikhúsinu og spyr „Hvað er í gangi hérna?“. Hann segir í fyrsta lagi hafi honum þótt ömurlegt að verða vitni af samtölum þingmannana sex á Klaustur Bar og hann geri einfaldlega meiri kröfur til kjörinna fulltrúa.

„Í öðru lagi, þá þekki ég það af eigin skinni að fylgst sé með mér á opinberum vettvangi. Ég er því algerlega meðvitaður um að framkoma skiptir máli. Samt hef ég margoft móðgað og sagt óviðeigandi brandara sem hafa komið í bakið á mér og ég þurft að biðjast afsökunar á síðar. Nú er ég á engan hátt að bera það saman við þessar samræður sem við sem þjóð neyddumst til að hlusta á í fréttum síðustu daga. En myndi sú framkoma mín þola upptöku og opinbera birtingu? Nei. Gæti ég horft framan í börnin mín og látið eins og ekkert sé? Nei,“ segir Sigmar og bætir við:

„Má ég eiga von á því að næst þegar ég segi eitthvað dónalegt (sem gerist mjög oft) eða segi eitthvað sem er óviðeigandi, að þá sé í lagi að taka það upp og birta í fjölmiðlum?“

Í þriðja lagi spyr hann hvort einhver telji að einstaklingarnar sem „töluðu eins og gúmmitöffarar“ séu raunverulega skepnur inn við beinið: „Ætlum við öll í alvöru að halda því fram að við höfum ekki verið á ættarmóti þar sem svona álíka tal hefur farið fram í fortjaldi eftir fimmtu rauðvínsbeljuna frá Palla frænda?“

Hann telur Borgarleikhúsið hafa gert mistök með sýningunni í gærkvöldi þar sem leikarar lásu upp samtalið á Klaustur Bar: „Þeir stjórnmálamenn sem munu nýta sér þetta með því að klína andlitum sínum á sjónvarpsskjái í von um að verða andlitsmynd hreinleikans frá og með deginum í dag fá vonandi bágt fyrir, enda er þetta mál sem á að vera fordæmisgefandi um framtíðar framkomu þingmanna, ekki tækifærispot annara.“

Sigmar talar svo um Þórðargleði í fjórða atriðinu, það að gleðjast yfir óförum annarra: „Þá finnst mér Þórðargleði fólks yfir þessum óboðlegu upptökum vera komin út fyrir öll siðferðismörk mín á hinum endanum. Það er eitt að krefjast faglegrar afsagnar að menn víkji til hliðar eða það sem mestu máli skiptir að kjósendur muni þetta þá í næstu kosningum ef að menn stíga ekki til hliðar. En það að lesa þessar upptökur upp í tímaröð undir fána lýðræðis og einhverskonar hlutverki Borgarleikhússins er eins og að horfa á fórnarlamb eineltis standa upp eftir barsmíðar og sparka ítrekað í andlit gerandans. Það er ekkert í mínu siðferði sem einfaldlega réttlætir þetta.“

Þá segir Sigmar að málið allt sé harmleikur og það eigi að vinna á faglegum stöðum. Sigmar heldur því fram að Borgarleikhúsið og RÚV hafi gert mistök og taggar báðar stofnanir á Facebook.

„Við sem horfðum á þetta til að svala forvitnisfýsn okkar og fá þetta lesið í eyrun á okkur til að geta látið okkur líða vel með sjálf okkur, þó ekki væri nema í klukkustund, eigum að skammast okkar.“

Þá segir Sigmar að klausturs-málið eigi ekkert erindi til þjóðarinnar en klárlega til siðanefndar.

„Þeir stjórnmálamenn sem munu nýta sér þetta með því að klína andlitum sínum á sjónvarpsskjái í von um að verða andlitsmynd hreinleikans frá og með deginum í dag fá vonandi bágt fyrir, enda er þetta mál sem á að vera fordæmisgefandi um framtíðar framkomu þingmanna, ekki tækifærispot annara.“

Að endingu bætir Sigmar við nokkrum liðum til að koma í veg fyrir, að hans sögn, að hægt sé að lesa á milli línanna. Sigmar segir:

  1. A) mér finnst þessar upptökur hræðilegar og þingmönnum öllum til lækkunar. Þingmenn eiga að vera trúverðugir, þeir eiga að geta átt í pólitískum ágreiningi en eiga að bera virðingu fyrir andstæðingnum.
  2. b) Mér finnst þessar upptökur eiga erindi til siðanefndar, ekki almennings. Ég get alveg réttlætt upptökur á veitingastað af öðrum borðum af opinberum starfsmönnum þegar tal þeirra gnæfa yfir salinn, enda ekki eins og menn hafi verið að fela umræðuna miðað við upptökur. Enn ég fyrirlít þann sem tók þetta upp ef hann þáði greiðslu fyrir og þá sem greiddu fyrir þetta (ef slík viðskipti fóru fram). Guð hjálpi samfélaginu okkar ef að Papparazzi verður starfsstétt hér á landi.
  3. C) ég hef ekkert á móti Borgarleikhúsinu þó að þeir gerðu þessi mistök í kvöld og þaðan af síður RÚV sem þér finnst ein mikilvægasta stofnun landsins.
  4. D) Nei, ég á ekki frænda sem heitir Palli og er alkóhólisti.
  5. E) Nei, ég er ekki fullur heima að skrifa þetta.
  6. F) Nei, ég er ekki heldur fullur annarsstaðar, ég ligg heima með ælupest og niðurgang, svona fyrst að þú endilega spyrð.

Pabbi minn hefur ávallt kennt mér eitt þegar kemur að kappleik, keppni eða rökræðum. Þetta snýst ekki um það að kunna að tapa, það er miklu mikilvægara að kunna að vinna.

Það eru góð ráð. Dæmi um það sem maður gerir ekki er að hneygja sig eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem hafa skapað mannlegan harmleik víða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við