Í rannsókninni er meðal annars spurt um fjölskylduaðstæður, íþrótta- og tómstundastarf, vímuefnaneyslu og félagslegar aðstæður. Rannsóknin hefur verið gerð frá 1997 en á þessu ári var í fyrsta sinn spurt um notkun snjalltæka til að senda eða biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Fréttablaðið skýrir frá þessu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíkar myndir af sér, óháð kyni. Tæplega tólf prósent pilta og tæplega fjórðungur stúlkna á þessum aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd.
Tæplega fjórðungur pilta í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda sér slíka mynd en hjá stúlkum er hlutfallið fjórtán prósent.