fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Maður í Vestmannaeyjum úrskurðaður í langt varðhald vegna gruns um kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. desember 2018 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Vestmannaeyjum er grunaður um kynferðisbrot í lok nóvember og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og farbann til 30. janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um verkefni undanfarnar vikur. Ekki er nánari upplýsingar að hafa um málið.

Um önnur verkefni lögreglunnar í Vestamannaeyjum undanfarið segir í tilkynningunni:

„Að morgni jóladags var tilkynnt um innbrot í verslun 66 °N við Miðstræti þar sem úlpum var stolið. Sá sem þarna var að verki náðist fljótlega og var vistaður í fangageymslu á meðan á frumrannsókn málsins stóð. Málið er í rannsókn.

Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp á undanförnum vikum og er í tveimur tilvikum grunur um dreifingu og sölu á fíkniefnum enda um talsvert magn að ræða.

Á undanförnum vikum hafa þrír ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Áramót nálgast og vill lögregla beina því til fólks að fara varlega með skotelda og þá er athygli sérstaklega vakin á því að óæskilegt er að skjóta upp neyðarblysum eða sólum vegna eldhættu og misvísandi boðum til björgunaraðila. Útrunnum neyðarblysum skal skila til eyðingar.

Að endingu óskar lögreglan bæjarbúum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs með von um að nýja árið verið farsælt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda