Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur fyrrgreindar upplýsingar eftir Þórönnu Pálsdóttur veðurfræðingi. Alltaf er miðað við stöðuna klukkan níu að morgni og hefur verið gert síðan 1961. Snjóléttari haust voru í Reykjavík 2002 og 1987 en þá taldist enginn dagur í Reykjavík vera með alhvítri jörð. Í desember þessi ár var mjög hlýtt, alveg fádæma hlýtt að sögn Þórönnu.
Að hennar sögn er ekki að sjá í veðurkortum að snjóa fari í höfuðborginni á næstunni.