Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Í nóvember lánuðu bankarnir heimilunum, með veði í íbúðarhúsnæði, 14,3 milljarða þegar tillit hefur verið tekið til uppgreiðslna. Aldrei fyrr hafa bankarnir lánað jafnmikið í formi óverðtryggðra lána til heimilanna í einum mánuði.
Í október og nóvember lánuðu bankarnir heimilunum tæplega 24 milljarða í óverðtryggðum lánum en það er álíka há upphæð og þeir lánuðu allt árið í fyrra.