Frægasta ketti miðbæjarins sjálfum Baktusi hefur verið stolið. Samkvæmt Instagram sást maður taka hann með sér í leigubíl á Klapparstíg. Hafa ferðir bílsins verið raktar upp í Breiðholt. Þar slapp Baktus út úr bílnum við Fífusel. Hann er langt að heiman og því ólíklegt að hann rati heim að sjálfsdáðum.
Fundarlaun eru í boði fyrir þann sem getur komið Baktusi aftur heim. Þeir sem hafa ábendingar eða vita um Baktus er bent á að hringja eða senda skilaboð í síma 693-0620. Baktus er gæfur og svarar nafnkalli.
https://www.instagram.com/p/BrnRLzTF8xN/