https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/2189081627998637/
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur birt skýrslu um Nauthólsveg 100 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant, hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg.
Sjá einnig: Braggaskýrslan birt – Bragginn gleymdist innan annarra verkefna – Sökinni skellt á Hrólf
DV fjallaði ítarlega um braggamálið í haust og birti alla reikningana sem tengdust verkefninu. Um er að ræða þrjú hús í Nauthólsvík sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir og leigir Háskólanum í Reykjavík. Upphaflegt kostnaðarmat árið 2015 var upp á 158 milljónir en í haust hafði verkefnið kostað yfir 400 milljónir.