Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði. Orðfærið, virðingarleysið, sjálfsupphafningin. Og þetta er ekki leiðin til þess að auka traust landsmanna á Alþingi, að viðhafa svona orðfæri, sem er til merkis um einhvern undirliggjandi vanda. Manni ofbauð, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali í þættinum Silfrið á RÚV.
Guðni segir hins vegar ekki vilja setja sig í dómarasæti yfir mönnum, hvað þá reka þingmenn. Hann sagði:
„En ég held að það yrði ekki til framdráttar góðum málstað ef ég færi að setja mig á afskaplega háan stall og segja öðrum til syndanna. En um leið leyfir maður sér að vona að fólk finni hjá sjálfu sér hvað það hefur gert og hvernig beri að bregðast við.“