fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Davíð gagnrýnir uppljóstrarann á Klaustrinu: „Lág­kúru­leg, meiðandi um­mæli breyta ekki endi­lega öllu”

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, skrifar í Reykjavíkurbréfi dagsins um Klaustursmálið umtalaða og þingmennina sex sem sátu að sumbli.

Davíð veltir fyrir sér hvort nafnlausi heimildarmaðurinn þori ekki að nafngreina sig í ljósi þess að hann hafi ekki þekkt til neinna þingmannanna í sjón, fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og setur spurningarmerki við verknaðinn.

„Á Íslandi fórnaði „litli sómamaðurinn“ sér í þetta. Hann ákvað þó að taka upp fjög­urra klukku­tíma spjall þing­manns­ins við, þess vegna fimm al­menna borg­ara, sem hann hafði ekki hug­mynd um hverj­ir væru! Er það virki­lega?” spyr Davíð.

Ritstjórinn segist ekki hafa sökkt sér niður í þessar frásagnir en geri sér grein fyrir þeirri lágkúru sem þarna átti sér stað. Segir hann hins vegar að það þýði ekki að þingmennirnir þurfi að sæta því að samtöl þeirra séu hljóðrituð og birt, þó að um opinberan stað hafi verið að ræða: „Hitt er annað mál að þar sem menn koma saman á veitingastað við borð, jafnvel hvítþvegnir englar, bindindismenn og vegan sem hinir, þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að sæta því að sam­töl þeirra séu hljóðrituð og birt,“ segir Davíð.

„Lág­kúru­leg, meiðandi um­mæli breyta ekki endi­lega öllu í þeim efn­um, þótt von­legt sé að mörg­um þyki blaðrar­arn­ir sem lægst lögðust eiga af­hjúp­un­ina skilið. Má þá ekki eins hlera skrif­stof­ur sem ríkið legg­ur til og kost­ar ef grun­ur leik­ur á að þar kunni að heyr­ast meiðandi um­mæli um ein­hvern?“

Töluðu svo hátt

Á dögunum óskaði DV eftir viðtali við umræddan uppljóstrara og fékk jákvæð svör. Þegar atburðarásin átti sér stað kom í ljós að heimildarmaðurinn, sem kallar sig Marvin, blöskraði svo orðfæri þingmannanna að hann teygði sig í síma sinn og hóf upptöku.

„Það litla sem ég heyrði fannst mér vera ógeðslegt og mér fannst það eiga erindi við almenning með einhverjum hætti,“ segir Marvin sem segist ekki fylgjast mikið með pólitík eða þjóðmálum almennt. Verkefnið reyndi talsvert á þolinmæði Marvins því þingmennirnir sátu að sumbli langt fram á kvöld. Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd og eru í sjö hlutum og gæðin misjöfn.

„Þau veittu mér aldrei sérstaka athygli. Umræðurnar voru svo rosalegar að þau litu mjög sjaldan til mín. Þá töluðu þau svo hátt að ég hugsa að starfsfólkið á barnum, sem er í öðru rými, hefði getað náð góðum upptökum af samtali þeirra,“ segir Marvin.

Sjá einnig: Uppljóstrarinn á Klaustrinu opnar sig: „Þá fékk ég æluna upp í háls“ – Töldu hann vera erlendan ferðamann

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg