fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Sigurður Yngvi hafnar ásökunum Sigrúnar Helgu: „Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­urður Yngvi Krist­ins­son, pró­fessor við Lækna­deild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann hafnar því alfarið að hafa beitt Sig­rúnu Helgu Lund and­legu ofbeldi eða áreitni af neinu tag­i. Greint var frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu við skólann vegna viðbragða við áreitni.

Sjá einnig: Sigrún löðrungaði yfirmanninn eftir áralanga áreitni í Háskólanum

„Eftir far­sælt sam­starf komu upp erf­ið­leikar á milli okk­ar, og ég neydd­ist á end­anum til að víkja henni úr rann­sókna­hóp mín­um. Í kjöl­farið gerði hún sig seka um til­efn­is­lausa lík­ams­árás á skrif­stofu minni í vitna við­ur­vist og hafði í hót­unum við mig. Sá atburður var mér og öðru sam­starfs­fólki okkar mikið áfall,“ segir Sig­urð­ur í yfirlýsingunni.

Hann segir að hann ekki viljað tjá sig opin­ber­lega um sam­starf sitt við Sig­rúnu og ástæður þess að því sam­starfi lauk. Í ljósi ásak­anana vildi hann koma ákveðnum hlutum á fram­færi og vísar í ákvörðun siðanefndar HÍ:

Siða­nefndin gaf út ákvörðun sína í mál­inu 9. júlí síð­ast­lið­inn og eru ákvörð­un­ar­orð hennar eft­ir­far­andi, sam­kvæmt Sig­urði:

Siða­nefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæru­at­riðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum til­vikum hafa verið til­efn­is­laus, sbr. 4. gr. starfs­reglna siða­nefnd­ar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siða­reglum Háskóla Íslands. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafn­ræð­is­reglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvar­legt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upp­lýs­ing­um, sbr. 9. gr. starfs­reglna nefnd­ar­inn­ar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem máls­grund­völlur er ekki til stað­ar, sbr. 9. gr. starfs­reglna nefnd­ar­inn­ar.

„Eins og sést af ákvörð­un­ar­orðum nefnd­ar­innar er öllum kæru­at­riðum hafnað eða vísað frá nema einu kæru­at­riði sem varð­aði breyt­ingu á skipan stýri­hóps, sem fól í sér að Sig­rún fór úr hon­um, sem siða­nefndin taldi þó ekki alvar­legt, og var Sig­rún tekin aftur inn í stýri­hóp­inn síð­ar. Öllum ásök­unum um áreitni var því hafnað enda eng­inn fótur fyrir slíkum ásök­un­um,“ segir Sig­urður í yfir­lýs­ing­unn­i.

„Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins