DV fjallaði um málið í síðustu viku. Fréttablaðið skýrir frá því í dag að María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, og Rúnar Bjarni Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli Páls eru gagnrýnd. Segir að misskilningur ríki í umræðunni um málið og hvatt er til upplýstrar umræðu sem skapi hvorki ótta né óöryggi hjá notendum.
Sjálfsbjörg og sérfræðilæknar hafa gagnrýnt að minna framboð sé á þvagleggjum og þvagvörum og segja málið alvarlegt. Sjúkratryggingar segja að ekki hafi borist gilt tilboð um umræddar vörur og samkvæmt lögum um opinber innkaup megi ekki semja um aðrar vörur en þær sem boðnar eru með gildu tilboði.