fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær ásamt lögmönnum sínum. Þangað hafði hún verið boðuð þar sem fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn henni vegna hljóðupptökunnar sem hún gerði á barnum Klaustri þann 20. nóvember.

Lögmaður þingmannanna, Reimar Snæfells, fór fram á að upptökur úr eftirlitsmyndavélum verði rannsakaðar til að varpa frekara ljósi á málið. Með því má að hans sögn sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu mikill ásetningur hennar var. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Þegar Fréttablaðið ræddi við Báru í gærkvöldi sagði hún daginn hafa tekið á en hún væri hamingjusöm. Hún sagði það hafa verið fallega sjón hversu margir mættu til að sýna henni stuðning.

„Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Sagði Bára um fjórmenningana úr Miðflokknum. Hún sagðist ekki vera smeyk og bíði bara áhugasöm eftir niðurstöðu dómarans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt