Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í sumar hafi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagt að fjörtíu slík mál hafi verið tekin til rannsóknar frá áramótum.
Fréttablaðið hefur eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, að henni þyki líklegast að nær öll þau lyf sem fólk kaupir á svörtum markaði, komi úr íslenskum lyfjaverslunum og ekkert bendi til að sérstaklega mikill innflutningur sé á þeim.