Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að forsenda beiðni lögmannsins sé ákvæði í lögum um meðferð einkamála. Beiðnin verður ekki skilin öðruvísi en að dómsmál kunni að verða höfðað gegn Báru.
Boðað hefur verið til samstöðufundar með Báru fyrir utan Héraðsdóm í dag. Haft er eftir Rannveigu Ernudóttur, sem er skipuleggjandi fundarins, að mikilvægt sé að sýna Báru stuðning og að hún sé ekki ein og eigi þakklæti skilið. Á Facebooksíðu fundarins er fólk beðið um að geyma mótmælaaðgerðir og að sagt að Bára hafi beðið fólk um að mæta ekki í gulum vestum.