fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Verð á flugmiðum gæti hækkað vegna samdráttar hjá WOW air

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 07:39

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna uppsagna starfsfólks og fækkunar í flugflota WOW air gæti verð flugmiða hækkað. WOW air skýrði í gær frá uppsögnum 111 fastráðinna starfsmanna og að fækkað verði um 9 flugvélar í flota félagsins. Einnig verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, að ef samkeppni minnkar þá hafa tilhneigingin verið að miðaverð hækki. Neytendasamtökin muni fylgjast grannt með þessu og muni láta í sér heyra ef svo fer og veita það aðhald sem þau geta.

Blaðið hefur eftir Sveini Þórarinssyni, sérfræðingi hjá Hagfræðideild Landsbankans, að ef dragi úr framboði á flugleiðum geti það leitt til verðhækkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök