Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, að ef samkeppni minnkar þá hafa tilhneigingin verið að miðaverð hækki. Neytendasamtökin muni fylgjast grannt með þessu og muni láta í sér heyra ef svo fer og veita það aðhald sem þau geta.
Blaðið hefur eftir Sveini Þórarinssyni, sérfræðingi hjá Hagfræðideild Landsbankans, að ef dragi úr framboði á flugleiðum geti það leitt til verðhækkana.