fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Samtök íþróttafréttamanna harma hegðun Hjartar – Biðjast afsökunar hálfu ári síðar

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 14. desember 2018 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sam­tök í­þrótta­frétta­manna leggja ríka á­herslu á að í­þrótta­frétta­menn geti sinnt störfum sínum án þess að verða beittir of­beldi eða sæta ó­eðli­legri á­reitni af nokkru tagi. Sam­tökin for­dæma því hvers kyns of­beldi og skora á fé­lags­menn að leggja sitt af mörkum við að tryggja öruggt starfs­um­hverfi.“

Svona hljómar yfirlýsing sem Samtök í­þrótta­frétta­manna sendu frá sér í dag sem snýr að fjölmiðlamanninum Hirti Hjartarsyni.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað í sumar þegar hann var staddur á HM í Rússlandi. Mætti hann þá ölvaður á blaða­manna­fund lands­liðsins og þá lagði RÚV fram kvörtun á hendur honum fyrir að hafa á­reitt Eddu Sif Páls­dóttur í­þrótta­frétta­mann.

Hjörtur var í kjölfarið sendur heim af yfirmönnum sínum hjá Vodafone en hann var á vegum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977. Hjörtur er með vinsælustu útvarpsmönnum landsins og stýrir þættinum Akraborgin.

Heimildir herma að Edda Sif hafi kært Hjört fyrir líkamsárás árið 2012, en þau náð samkomulagi þar sem hann viðurkenndi fulla ábyrgð og fór málið því ekki fyrir dóm.

Í yfirlýsingunni segir einnig að stjórn SÍ harmi að hafa ekki fjallað um málið fyrr en nú og biðst af­sökunar vegna þess, hálfu ári síðar.

Sjá einnig: „Vanlíðanin óbærileg“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð