fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Lögreglan auglýsti umferðarátak með ökuleyfissviptum útfararstjóra

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökuleyfissviptur bílstjóri var notaður til að auglýsa átak gegn ölvunarakstri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Í auglýsingunni má sjá útfararstjóra sem var sviptur ökuréttindum í eitt ár og hefur hún verið notuð í að minnsta kosti tvígang eftir sviptinguna. Lögreglan segist ætla að skoða málið og það geti verið óheppilegt en boðskapurinn hafi verið augljós.

Auglýsing Lögreglunnar
Birtist fyrir jólin 2017 og 2018.

Hver ekur þér heim um hátíðarnar?

Þann 2. desember síðastliðinn birti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum uppstillta mynd af fjórum bílum og bílstjórum þeirra. Við myndina stóð „Hver ekur þér heim yfir hátíðarnar?“ og er hún liður í stórhertu eftirliti lögreglunnar með ölvunarakstri. Sams konar auglýsingar hafa verið gerðar hjá öðrum lögregluembættum og hjá lögreglu í öðrum löndum, til dæmis Danmörku. Með auglýsingunni stendur:

„Lögreglan á Suðurnesjum mun efla eftirlit með ölvunarakstri í desember og janúar og þá sérstaklega um helgar, en markmiðið verður að fækka og koma í veg fyrir ölvunarakstursbrot, en því miður þá eiga þau til að færast í aukana þessa mánuði. Talsvert er um bæði jólahlaðborð og jólaglögg og við hvetjum alla þá sem ætla sér að fara á jólahlaðborð eða slíka skemmtun yfir jólin að skilja bílinn eftir heima.
Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri…“

Á myndinni má sjá leigubílstjóra, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og útfararstjóra. Svo óheppilega vildi til að útfararstjórinn, Richard Woodhead, var sviptur ökuréttindum í heilt ár. DV hafði samband við Richard sem greindi frá því að hann hefði fengið ökuréttindin aftur í maí síðastliðnum en kannaðist ekki við að hafa setið fyrir í auglýsingu.

 

Einhver vitleysa

„Þetta er einhver vitleysa, ég hef ekki séð þessa auglýsingu,“ sagði Woodhead þegar hann var spurður hvort honum fyndist ekki skrýtið að hafa verið beðinn um að sitja fyrir í auglýsingunni í ljósi þess að hafa verið sviptur ökuréttindum. Myndin var tekin fyrir nokkru og hann er ekki lengur starfandi sem útfararstjóri. Er því um endurbirtingu að ræða.

Myndin var einnig birt á sama degi árið 2017. Á þeim tíma var Woodhead ekki með ökuréttindi.

Gunnar Schram hjá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að málið verið skoðað:

„Það má vera að þetta sé óheppilegt en væntanlega hefur þetta verið sett inn með réttum tilgangi og hugsun. Ég held að það hafi allir skilið boðskapinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill